Hingað til hefur flugfarþegum verið óheimilt að nota raftæki á meðan flugi stendur. Flugöryggisstofnun Evrópu ákvað hins vegar í síðustu viku að aflétta banni á farsímanotkun.

Flugfélögum er þess vegna heimilt að leyfa notkun slíkra tækja á meðan flugi stendur, en samkvæmt frétt Túrista hefur WOW air þegar ákveðið að afnema bannið. Segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, að félagið ætli að fara alla leið og heimila farþegum að hafa kveikt á raftækjum alla flugferðina.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir niðurstöður Flugöryggisstofnunar Evrópu vera til skoðunar hjá félaginu með tilliti til breytinga á þeim reglum sem gilda hjá Icelandair í dag. Niðurstaða liggur ekki enn fyrir.

Uppfært:

Fram kemur á mbl.is að WOW air eigi eft­ir að inn­leiða heim­ild­ina að sögn Svanhvítar. Flug­fé­lagið eigi eft­ir að tala við Sam­göngu­stofn­un og verði ekk­ert inn­leitt áður.