„Úthlut­un Isa­via á af­greiðslu­tím­um stend­ur í vegi fyr­ir því að WOW air geti hafið flug til Banda­ríkj­anna og við það verður ekki unað,“ seg­ir Páll Rún­ar M. Kristjáns­son, lög­fræðing­ar WOW air. Flugfélagið hefur ákveðið að kæra til Hæstaréttar úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur þess efnis að máli Wow air gegn Isavia, Icelandair og Samkeppniseftirlitinu og sneri að úthlutun af­greiðslu­tíma á Kefla­vík­ur­flug­velli var vísað frá dómi. Wow er krafðist þess jafnframt að úrskurðir áfrýjunarnefndir áfrýjunarnefndar samkeppnismála yrðu felldir úr gildi.

Haft er eftir Páli á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is , að félagið geti ekki fall­ist á úr­sk­urð héraðsdóms og tel­ji hann rangan.

Páll Rún­ar seg­ir jafnframt í samtali við mbl.is að út­hlut­un Isa­via á þess­um af­greiðslu­tím­um standi í vegi fyr­ir því að Wow air geti hafið Ameríku-flug.