*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 27. mars 2017 08:41

Wow air flýgur til Chicago

Wow air mun hefja áætlunarflug til Chicago þann 13. júlí næstkomandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í dag hóf Wow air sölu á flugsætum til Chicago í Bandaríkjunum en félagið mun hefja áætlunarflug þangað þann 13. júlí næstkomandi. Flogið verður fjórum sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum til 22. október. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Wow air.

Chicago er tíundi áfangastaður flugfélagsins í Norður-Ameríku. Flogið verður í nýjum Airbus A321 flugvélum til O'Hare flugvallar, sem er 27 kílómetrum frá miðbænum.

„Með þessum nýja áfangastað styrkir WOW air enn frekar leiðakerfi sitt með tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Markmiðið er að anna mikilli eftirspurn eftir flugi til og frá Norður-Ameríku. WOW air flýgur nú þegar til Washington D.C., Boston, New York, Los Angeles, San Francisco, Toronto og Montréal og mun hefja flug til Miami þann  5. apríl og til Pittsburgh 16. júní næstkomandi. Áfangastaðir WOW air eru nú 32 talsins, 22 innan Evrópu en tíu talsins í Norður-Ameríku,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is