*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 16. september 2015 08:38

Wow air flýgur til Kanada

Flugfélagið Wow air mun hefja flug til Toronto og Montréal næsta vor, samkvæmt dönskum miðli.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslenska flugfélagið Wow air ætlar að hefja áætlunarflug til kanadísku borganna Toronto og Montréal í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í frétt danska miðilsins Check-in sem Túristi greinir frá.

Samkvæmt fréttinni mun Wow air hefja flug til Montréal þann 12. maí á næsta ári, eða viku áður en Icelandair fer jómfrúarferð sína til borgarinnar. Bæði félög munu fljúga fjórum sinnum í viku til Montréal.

Þá kemur fram að flugfélagið ætli einnig að veita Icelandair samkeppni í flugi milli Toronto og Keflavíkur. Þannig muni Wow air hefja flug þangað 19. maí næstkomandi og fljúga þangað fjórum sinnum í viku.

Stikkorð: Icelandair Toronto Wow air Montréal