WOW air mun hefja áætlunarflug til Kaunas, næststærstu borgar Litháen í júní. Flugfélagið sem var stofnað á síðasta ári, mun fljúga til 13 áfangastaða í Evrópu frá og með 1. júní næstkomandi.

© BIG (VB MYND/BIG)

Í tilkynningu frá Wow air kemur fram að boðið verði upp á sérstakt tilboð á flugi til að byrja með, ferðin aðra leið muni kosta 23.900 krónu með sköttum.

Haft er eftir Baldri Baldurssyni, framkvæmdastjóra Wow air, að stjórnendur félagsins að Kaunar sé fögur borg með mikla sögu og sé þar mjög hagstætt verðlag. Litháar fagna þjóðhátíðardegi í dag og segir Baldur ánægjulegt að geta boðað flug þangað í sumar í tilefni dagsins.

Kaunas er næst stærsta borg Litháen með tæplega 400 þúsund íbúa. Hún var áður höfuðborg landsins og þar er að finna margar gamlar og fallegar byggingar frá miðöldum.