Wow air hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku þar sem flugfélagið hefur ekki fengið úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma í Keflavík. Ekki mun vera grundvöllur fyrir rekstri fimm flugvéla og ætlar Wow air því að hætta við flug til Stokkhólms í Svíþjóð. Flug þangað átti að hefjast í júní.

Fram kemur í tilkynningu frá Wow air að félagið hafi byrjað að selja miða í flug til Stokkhólms um miðjan september í fyrra og hafi þegar um 7.000 manns keypt miða út. Komið verður til móts við þá sem hafa keypt miðana, þeim boðin endurgreiðsla eða annað flug sem þeir geta nýtt sér.

Wow air hefur varið 180 milljónum króna í undirbúning fyrir áætlunarflug til Norður-Ameríku og var gert ráð fyrir að um 34 þúsund erlendum farþegum miðað við 80% sætanýtingu.