Wow air hóf í dag sölu á flugsætum til Pittsburgh borgar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Borgin er sú tuttugusta stærsta í Bandaríkjunum og var lengi vel þekkt sem stálborgin. Flug Wow air til borgarinnar hefst þann 16. júní á næsta ári. Flogið verður fjórum sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum, allan ársins hring, segir í tilkynningu frá Wow air.

Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingum býðst flug til Pittsburgh. Í Pittsburgh eru hátt í 500 brýr og hefuð verið kölluð borg brúanna. The Economist hefur einnig valið borgina ein af þeim borga í Bandaríkjunum þar sem er hvað best að búa.

Haft er eftir Skúla Mogensen, stofnenda og forstjóra Wow air, að í kjölfar mikillar velgengi Wow air vestanhafs þá hafa þau ákveðið að bæta Pittsburgh við leiðakerfi sitt. Skúli telur jafnframt borgina sameina allt það besta sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða.