Flugfélagið Wow air hóf sölu á flugsætum til Brussel í dag og áætlunarflug Wow þangað hefst 2. júní næstkomandi. Flogið verður til Brussel fjórum sinnum í viku; mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum allan ársins hring, segir í fréttatilkynningu frá Wow air.

Brussel er höfuðborg Belgíu og er nú miðstöð hinna ýmsu alþjóðastofnana á borð við Evrópusambandið og Norður-Atlantshafsbandalagið. Þá er Brussel einnig þekkt fyrir matarmenningu og listalíf en í Brussel eru yfir 80 listasöfn.

Haft er eftir Skúla Mogensen, að það er honum mikil ánægja að kynna til leiks nýjan áfangastað í Evrópu. Brussel sameinar allt það besta sem Evrópa hefur upp á að bjóða. Borgin státar af auðgugri menningararfleið og mikilli grósku í matargerð. Við munum að sjálfsögðu bjóða lægsta flugverðið til Brussel eins og til annarra okkar áfangastaða“ segir í tilkynningunni Skúli.