*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 23. maí 2013 20:52

Wow air hóf flug til Düsseldorf í dag

Düsseldorf er þriðji áfangastaður Wow air í Þýskalandi. Vel tekið á móti jómfrúarfluginu í dag.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Wow air flaug sitt fyrsta flug til Düsseldorf í Þýskalandi í dag og eins og venja er þegar flugfélög hefja flug á nýja flugvelli var tekið á móti vélinni með mikilli viðhöfn þar sem slökkviliðsbílar sprautuðu sitt hvoru meginn yfir vélina og mynduðu stóran vatnsboga.

Í tilkynningu frá Wow air mun félagið fljúga þrisvar sinnum í viku í áætlunarflugi til Düsseldorf í sumar. Þetta er þriðja borgin sem Wow air mun fljúga til í Þýskalandi en félagið flýgur einnig til Berlínar og Stuttgart.

„Það er ánægjulegt að geta boðið upp á þennan nýja áfangastað fyrir Íslendinga en Düsseldorf er falleg hafnarborg við Rín,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow air í tilkynningunni.

„Við höfum einnig fengið mjög jákvæð viðbrögð frá ferðaskrifstofum á þessu svæði sem hafa áhuga á Íslandi sem áfangastað. Þýskum ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt síðastliðin ár og það er mikilvægt að geta boðið upp á flug frá fleiri borgum í Þýskalandi.“

Stikkorð: Wow air