*

miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Innlent 20. júní 2013 11:26

Wow air konur hjóla til góðs

Svana Friðriksdóttir og samstarfskonur hennar hjá Wow air hjóla í kringum landið til styrktar Barnaheillum.

Ritstjórn

„Ég er búin að láta plata mig út í það að hjóla hringinn í kringum landið  í 10 manna liði, allt samstarfskonur hjá Wow air,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingarfulltrúi hjá Wow air, sem hjólar nú í kringum landið í Wow Cyclothon sem er alþjóðleg hjólreiðakeppni.

Hjólað verður hringinn í kringum Ísland í miðnætursólinni og hófst keppnin í gær og stendur fram á laugardag en keppendur hafa 72 tíma til að klára keppnina: „María Ögn Guðmundsdóttir, Íslandsmeistari í hjólreiðum, ætlar að leiða hópinn fyrstu kílómetrana en María Ögn vann kvennaflokkinn í Bláalónsþrautinni og er nýkomin af Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Við sem erum minna reyndar tökum þetta á gleðinni. En þetta verður bara skemmtilegt og það verður hjólað til góðs til styrktar Barnaheillum. Við hvetjum náttúrulega alla til að heita á okkur.“ segir Svana.