Grein var frá því í síðustu viku að Wizz Air, eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, hygðist hefja flug milli Keflavíkur og Gdansk í Póllandi nú í sumar. Þessi tíðindi virðast hafa haft nokkur áhrif á fargjöld Wow air á flugleið félagisns til Varsjár samkvæmt nýrri úttekt á vef Túrista .

Þar kemur fram að fyrir viku síðan hafi að jafnaði kostað 35.527 krónur að fljúga frá Keflavík til Varsjár með Wow air í sumar. Í dag sé meðalverðið hins vegar komið niður í 25.221 krónur og nemi lækkunin því 28%. Farmiðar í allar 36 brottfarir félagsins til Varsjár á tímabilinu 8. júní til 31. ágúst séu ódýrari í dag en fyrir viku síðan.

Farmiðagjöld Wizz Air til Gdansk hafa aftur á móti hækkað töluvert í verði síðan félagið tilkynnti um nýju flugleiðina. Samkvæmt Túrista kostuðu ódýrustu flugmiðarnir upphaflega um 8.700 krónur, en nú sjö dögum síðar kostar flugið að jafnaði 20.490 krónur.