Við skoðun á stundvísi flugfélaganna í nóvembermánuði kemur í ljós að íslenska flugfélagið Wow air var stundvísast með nærri því hverja einustu brottför og lendingu á réttum tíma. Þetta kemur fram í niðurstöðum Dohop sem athugaði stundvísi flugfélaganna.

Aðeins einni lendingu Wow air virðist hafa seinkað í mánuðinum. Bæði Easyjet og Wow  air voru með 99% komufluga á réttum tíma, en 100% brottfara Wow air voru á réttum tíma. Wow air felldi þó niður tvö flug í lok mánaðarins vegna veðurs.

Bæði brottfarir og lendingar Icelandair voru á réttum tíma í 92% tilvika. Þrjú flug á vegum Icelandair voru felld niður í mánuðinum.