Stjórnendur Wow air eru að skoða möguleika á því að hefja flug til Bandaríkjanna og Asíu. Í Morgunblaðinu í dag segir að stefnt sé á að flugfélagið verði komið með flugrekstrarleyfi á seinni hluta árs og muni félagið eftir það sjá sjálft um allan rekstur flugvélanna og ráða til sín eigin flugmenn.

Björn Ingi Knútsson, sem í síðustu viku var ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Wow air, segir í samtali við blaðið að umsókn um flugrekstrarleyfi geti tekið allt að 5 til 9 mánuði.