*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 14. ágúst 2015 09:29

Wow air stundvísast en ekki óstundvísast

Brottfarir flugfélagsins Wow air frá Keflavíkurflugvelli voru á réttum tíma í 78% tilvika í síðasta mánuði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Flugfélagið Wow air var stundvísasta flugfélagið við brottfarir frá Keflavíkurflugvelli í júlímánuði, en ekki það óstundvísasta eins og áður hafði verið greint frá.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dohop, sem segir mistök hafa átt sér við útreikninga félagsins á stundvísi flugfélaga, en í fyrri tilkynningu frá Dohop kom fram að Airberlin hefði verið stundvísasta flugfélagið við brottfarir.

Þá var greint frá því að brottfarir Wow air hefðu verið á réttum tíma í 73% tilvika, en hið rétta er að þær voru á réttum tíma í 78% tilvika. Airberlin var hins vegar stundvísast við komur til Keflavíkur með 87% stundvísi.