Wow air reyndist stundvísasta flugfélagið í febrúar samkvæmt nýjustu samantekt Dohop, en í febrúar bættu öll flugfélög sig milli mánaða.

Samkvæmt skoðun Dohop á stundvísi þeirra þriggja flugfélaga sem voru með flest áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í febrúar reyndist Wow air vera stundvísasta flugfélagið með um 80% áætlaðra flugferða á réttum tíma.

Um mikla bætingu frá síðasta mánuði á undan er að ræða, en þá voru 57% flugferða félagsins á áætlun.

Sama á við um hin tvö flugfélögin, Icelandair og easyJet, að þau bæta sig töluvert milli mánaða, en í janúar var einungis Icelandair með yfir 70% í stundvísi.

Var Icelandair þá með 71% stundvísi, en í febrúar var félagið næst stundvísast með 77% fluga á áætlun. Hlutfall flugs easyJet sem var á réttum tíma í febrúar var 70%.