*

miðvikudagur, 21. október 2020
Erlent 23. ágúst 2018 20:30

WOW air þakkar íslensku þjóðinni traustið

Ljóst er að Íslendingar hafa brugðist vel við nýjasta tilboði WOW air sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.
Haraldur Guðjónsson

Sala flugsæta WOW air í íslenskum krónum er 410% hærri í dag en hún hefur verið að meðaltali undanfarna viku það sem af er degi. Ljóst er að Íslendingar hafa brugðist vel við nýjasta tilboði WOW air sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag. Um er að ræða 40% afslátt til allra áfangastaða WOW air sem hægt er að fá með því að slá inn kóðann WOWSALE. Kaup Íslendinga á farmiðum með WOW air síðustu daga hefur þó verið nokkru meiri en á sama tíma í fyrra.

Íslendingar líta helst til vetrarferða til Berlínar, Kaupmannahafnar, Tenerife og nýrra áfangastaða í Norður-Ameríku.

“Við erum afar þakklát íslensku þjóðinni það traust og þá miklu velvild sem hún hefur sýnt okkur. Fjármögnunarferlið gengur vel og við höldum ótrauð áfram að bjóða upp á lægsta verðið yfir hafið,” segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.

Stikkorð: WOW air