*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 26. febrúar 2020 11:32

Wow boðar Ítalíuflug í skugga kórónuveiru

Hið endurreista Wow air hyggst hefja frakt- og farþegaflug til og frá Róm og Sikiley á næstunni. Kórónuveiran herjar á landið.

Ritstjórn
Michelle Roosevelt Edwards er stjórnarformaður hins endurreista Wow air.
vb.is

Skrifstofa endurreista flugfélagsins Wow air á Ítalíu vinnur nú að því að koma á fót frakt- og farþegaflutningum frá Ítalíu, að því er kemur fram í Facebook-tilkynningu frá Wow air

Samkvæmt tilkynningunni styttist því í að félagið hefji flug til og frá Róm og Sikiley.

Wow air réði nýlega, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum, Giuseppe Cataldo yfir starfsemi félagsins á Ítalíu.

Óhætt er að segja að tímasetning fyrir flugfélag til að hefja starfsemi á Ítalíu sé í augnablikinu slæm. Þó nokkur tilfelli af kórónuveirunni hafa greinst í norðurhluta landsins og hafa margir ferðalangar afbókað fyrirhugaðar ferðir sínar til landsins sökum þess.  

Stikkorð: Ítalía Wow air kórónuveiran