Wow Air byrjar að fljúga beint frá Keflavík til Ben Gurion flugvallar í Tel Aviv, stærstu borg Ísraels í júní að því er segir í frétt Globes . Mun félagið fljúga fjórum sinnum í viku til landsins.

Með tengimöguleikum við níu áfangastaði í Bandaríkjunum geta farþegar sem ferðast milli Bandaríkjanna og Ísrael nú fengið farmiðann á milli landanna á 500 Bandaríkjadali, eða andvirði 56 þúsund íslenskra króna.

Ódýrasta fargjaldið sem nú er í boði á milli landanna er á bilinu 550 til 600 dali, meðal annars í gegnum Sviss. Haft er eftir Yisrael Katz, samgöngumálaráðherra Ísrael að Wow hafi valið Ísrael úr mörgum áfangastöðum sem hafi beðið félagið að fljúga til sín.