*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 3. júlí 2017 12:54

WOW býður upp á hraðleið í öryggisleit

Hraðleiðin verður fyrst um sinn í boði fyrir þá sem bóka WOW Biz pakkann en síðar mun þessi möguleiki standa öðrum til boða.

Ritstjórn

Frá og með morgundeginum mun WOW air bjóða viðskiptavinum sínum upp á að fara hraðleið í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Keflavíkurflugvallar sem þessi möguleiki er í boði samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu.

Fyrst um sinn verður þessi möguleiki í boði fyrir þá sem bóka WOW Biz pakkan en síðar mun hraðleitin standa öðrum farþegum til boða. Hraðleiðin er merkt sérstaklega í strikamerki brottfararspjaldsins sem skanna verður við sérstakt öryggishlið hraðleiðarinnar.