Flugfélagið WOW er ekki með neinar áhættuvarnir er varða þróun olíuverðs að því er kemur fram á vef Túrista . Eldsneytiskaup eru stór kostnaðarliður í rekstri flugfélaga en samkvæmt spá IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga mun olíukostnaður verða fimmtungur af heildarkostnaði flugfélaga á þessu ári.

Þróun olíuverðs getur því haft töluvert um hagnað og afkomu flugfélaga að segja. Tunna af flugvélabensíni kostar í dag um 85 dollara en var í kringum 140 dollara áður en lækkunin mikla hófst í ársbyrjun 2015. Lægst var verðið fyrir 2 árum eða um 40 dollarar sem er ríflega helmingi lægra verð en í dag. Til þess að draga úr sveiflum í rekstrarkostnaði gera því mörg flugfélög samninga fram í tíma um olíukaup á tilteknu verði.

Samkvæmt svari Skúla Mogensen við fyrirspurn Túrista til WOW air er félagið ekki með neinar olíuvarnir. Annað er upp á teningnum hjá Icelandair en þar eru um 54% af eldsneytiskaupum varin til 12 mánaða og 8% af varin til 13-18 mánaða.