*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 15. ágúst 2018 09:08

WOW stefnir á skráningu á markað

Flugfélagið hyggst sækja sér sex til tólf milljarða með skuldabréfaútgáfu á næstu vikum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities mun sjá um skuldabréfafjármögnun WOW air. Flugfélagið hyggst gefa út þriggja ára skuldabréf til evrópskra fjárfesta í þeim tilgangi að sækja sér nýtt fjármagn. Búist er við að útboðið klárist á næstu vikum. Á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2017 til júní 2018, nam rekstrartap WOW um 45 milljónum dollara eða 4,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu

Stærð útboðsins er áætluð vera á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna en það jafngildir um 6 til 12 milljörðum íslenskra króna.  Skuldabréfaútgáfan er hugsuð sem brúarfjármögnun en WOW air stefnir að frumútboði innan 18 mánaða og mun félagið í kjölfarið verða skráð á markað.

Viðskiptablaðið hefur fjárfestakynninguna undir höndum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is