Norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities mun sjá um skuldabréfafjármögnun WOW air. Flugfélagið hyggst gefa út þriggja ára skuldabréf til evrópskra fjárfesta í þeim tilgangi að sækja sér nýtt fjármagn. Búist er við að útboðið klárist á næstu vikum. Á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2017 til júní 2018, nam rekstrartap WOW um 45 milljónum dollara eða 4,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu .

Stærð útboðsins er áætluð vera á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna en það jafngildir um 6 til 12 milljörðum íslenskra króna.  Skuldabréfaútgáfan er hugsuð sem brúarfjármögnun en WOW air stefnir að frumútboði innan 18 mánaða og mun félagið í kjölfarið verða skráð á markað.

Viðskiptablaðið hefur fjárfestakynninguna undir höndum.