*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 6. september 2019 14:00

Wow flýgur á ný í haust

Nýjir eigendur Wow hefja á ný lágfargjaldarekstur milli Bandaríkjanna og Evrópu. Fyrsta flugið áætlað í október.

Kristján Torfi Einarsson
Michele Ballarin kynnti áform um endurreisn Wow air á blaðamannafundi í dag.
vb.is

Félagið USAeospece Assiociates LLC, sem fest hefur kaup á vörumerkinu Wow, ætlar að hefja rekstur á nýju lágfargjaldaflugfélagi til Bandaríkjanna og Evrópu. Flogið verðu undir merkjum Wow og fyrsta flugið er áætlað milli Dulles flugvallar í Washington og Keflavíkur í október nk.. Tilkynnt var um kaupin og rekstraráformin á blaðamannafundi sem USAerospace Associates efndi til í dag.

Michele Ballarin er stærsti hluthafi í USAerospace og stjórnarformaður, en hún verður einnig stjórnarformaður WOW AIR LLC. Ballarin sagði á fundinum að endurvakinn flugrekstur Wow skipti almenning á Íslandi og Bandaríkjunum miklu máli og muni efla bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl á milli Reykjavíkur og Washington.

Wow verður staðsett á alþjóðaflugvellinum Dulles í Washington en verður með aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og skrifstofu í Reykjavík. Framkvæmdastjórn verður til helminga í höndum bæði bandarískra og íslenskra aðila. „Þar munu kúrekar taka saman höndum með víkingum,” sagði Ballarin á fundinum og bætti við að í hennar huga sé félagið bæði íslenskt og bandarískt. 

Ballarin gerir ráð fyrir vaxandi umsvifum þegar líður á veturinn og næsta sumar er fyrirhugað að mæta árstíðarbundinni aukningu í farþegaflugi til og frá Íslandi næsta sumar. Þá muni stjórnendateymi nýja félagsins leggja mikla áherslu á þátt vöruflutninga í starfseminni. „Við viljum leggja okkar að mörkum við að koma ykkar frábæra fisk á framfæri í Bandaríkjunum,“ sagði Michele Ballarin. 

„Til að byrja mun félagið reka tvær flugvélar en Ballarin segir að næsta sumar er áætlað að vélarnar verði fjórar. „Við ætlum að byrja hægt og byggja okkur hægt og örugglega upp. Markmiðið til lengri tíma er að hafa 10-12 flugvélar í rekstri en reynslan sýni að hagnaðarhlutfallið sé best hjá félögum í þeirri stærð,” sagði Ballarin.

„Við hyggjumst auka umsvifin í farþegafluginu með fleiri flugvélum áður en sumarið heilsar okkur. Frá fyrsta degi í vöruflutningunum, sem einnig munu hefjast á næstu vikum, munum við leggja mikinn metnað í vandaða þjónustu á sviði vöruflutninga með ferskt íslenskt sjávarfang á Bandaríkjamarkað,“ sagði Michele Ballarin á fundinum.