Wow air hefur óskað eftir því að fá frest fram í miðjan mars til að gera upp skuldir við erlenda flugvelli samkvæmt heimildum Túrista . Þar segir að forsvarsmenn Wow air haf sent bréf á stjórnendur flugvalla út í heimi þar sem segir að ekki verið unnt að greiða upp vangreidd lendingagjöld í lok febrúar líkt og til stóð.

Á vefnum segir að erfitt sé að segja til um hve háar upphæðir ræði en til samanburðar sé sennilegt að notkunargjöld Wow air á Keflavíkurflugvelli í janúar hafi verið um 250 til 300 milljónir króna.

Skuldabréfaeigendur Wow air hafa veitt flugfélaginu frest út febrúar til að ná samkomulagi við Indigo Partners um fjárfestingu þess síðarnefnda í Wow air. Forsvarsmenn félaganna hafa ekkert viljað gefa upp um gang viðræðnanna.

Wow air hefur gefið út að fækka eigi flugvélum úr 20 í 11. Túristi bendir hins vegar á að nýjum A330 breiðþotum sem Wow átti að fá afhentar fá Airbus gætu hafa sett strik í reikninginn. Wow var búið að gera 12 ára leigusamning á vélunum sem gæti kostað mörg hundruð milljónir að losna undan.