*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 17. febrúar 2019 14:57

Wow hafi beðið um greiðslufrest

Fullyrt er að Wow hafi beðið um greiðslufrest á erlendum flugvöllum fram í mars en ekkert er gefið upp um viðræðurnar við Indigo Partners.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air.
Haraldur Guðjónsson

Wow air hefur óskað eftir því að fá frest fram í miðjan mars til að gera upp skuldir við erlenda flugvelli samkvæmt heimildum Túrista. Þar segir að forsvarsmenn Wow air haf sent bréf á stjórnendur flugvalla út í heimi þar sem segir að ekki verið unnt að greiða upp vangreidd lendingagjöld í lok febrúar líkt og til stóð.

Á vefnum segir að erfitt sé að segja til um hve háar upphæðir ræði en til samanburðar sé sennilegt að notkunargjöld Wow air á Keflavíkurflugvelli í janúar hafi verið um 250 til 300 milljónir króna.

Skuldabréfaeigendur Wow air hafa veitt flugfélaginu frest út febrúar til að ná samkomulagi við Indigo Partners um fjárfestingu þess síðarnefnda í Wow air. Forsvarsmenn félaganna hafa ekkert viljað gefa upp um gang viðræðnanna.

Wow air hefur gefið út að fækka eigi flugvélum úr 20 í 11. Túristi bendir hins vegar á að nýjum A330 breiðþotum sem Wow átti að fá afhentar fá Airbus gætu hafa sett strik í reikninginn. Wow var búið að gera 12 ára leigusamning á vélunum sem gæti kostað mörg hundruð milljónir að losna undan.

Stikkorð: Skúli Mogensen Wow air
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is