WOW air mun þann 26. apríl fljúga sitt fyrsta flug til John F. Kenndy (JFK) flugvallarins í New York en hingað til hefur félagið aðeins flogið til Newark flugvallar. Flogið verður daglega næsta sumar til JFK en samhliða því mun flugfélagið fjölga áætlunarferðum á Newark flugvöll úr sjö í þrettán að því er kemur fram í tilkynningu. Flugfélagið mun því bjóða upp á 20 flug á viku á milli Íslands og New York sumarið 2018.

"New York flugin okkar hafa gengið mjög vel enda einstök borg í alla staði.  Með því að bæta JFK flugvelli við svo og að nánast tvöfalda tíðnina á Newark flugvöll erum við að stórauka framboð okkar sem mun styrkja leiðarkerfið okkar enn frekar.  Einnig höfum við fundið fyrir mun meiri viðskiptafarþegum undanfarið og aukin tíðni er liður í að þjónusta þeirra þarfir enn betur," segir Skúli Mogensen forstjóri WOW air í tilkynningunni.