WOW air hefur fest kaup á tveimur nýjum Airbus A321 flugvélum sem munu verða notaðar í áframhaldandi stækkun WOW air í Norður-Ameríku.

Með þessum kaupum eru nú fjórar flugvélar í eigu WOW air og í vor mun flugfloti félagsins telja tíu vélar. Listaverð á flugvélunum sem WOW air hefur fest kaup á eru um 15 milljarðar íslenskra króna hver flugvél. Vélarnar eru keyptar með kaupleigusamningi til tíu ára og fjármagnaðar af erlendum bönkum.

segir Skúli Mogensen forstjóri WOW air:

„Við erum að tvöfalda sætaframboð okkar í ár og það er stórkostlegt að geta áfram boðið okkar farþegum upp á nýjasta flugflotann á Íslandi.  Airbus flugvélarnar hafa reynst okkur mjög vel og henta frábærlega fyrir okkar leiðarkerfi.   Við fjármögnunina á vélunum var ánægjulegt að sjá hversu mikið traust WOW air nýtur á alþjóðlegum mörkuðum“