*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 8. apríl 2019 13:27

Wow með fimmtung ferða í mars

Hlutfall brottfara hins fallna félags Wow air var svipað og allra annarra erlendra félaga, utan easyJet, í mánuðinum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hlutfall Wow air af áætlunarferðum um Keflavíkurflugvöll nam 21,6% í marsmánuði, og hefði eflaust orðið hærra ef það hefði ekki farið í þrot nokkrum dögum fyrir mánaðamót, að því er Túristi greinir frá.

Á sama tíma var hlutfall erlendra flugfélaga, annarra en easyJet, 19%, en það félag var með 11,5% allra ferða um flugvöllinn í mánuðinum. Var það eilítill samdráttur milli ára hjá öðrum erlendum félögum, en þau voru með 19,3% ferða í mars fyrir ári síðan.

Hefur hlutfall easyJet hins vegar hækkað jafnt og þétt síðan árið 2013 miðað við graf Túrista, en það gerði einnig hlutfall Wow air, þangað til í fyrra, en þá náði hlutfall félagsins 29,2% allra brottfara frá Keflavíkurflugvelli.

Áætlunarferðir í marsmánuði fækkaði svo um um 10% í ár miðað við fyrra ár, en þrátt fyrir það fækkaði ferðafólkinu sjálfu einungis um 2%. Telur Túristi að skýringanna megi leita í viðbótarferðum bresku ferðaskrifstofanna Thomson og Jet2 Holidays til landsins, en einnig að fjöldi skiptifarþega hafi dregist saman. Það er að fleiri ferðamenn hafi komið gagngert til landsins sem ferðamenn.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is