Hlutfall Wow air af áætlunarferðum um Keflavíkurflugvöll nam 21,6% í marsmánuði, og hefði eflaust orðið hærra ef það hefði ekki farið í þrot nokkrum dögum fyrir mánaðamót, að því er Túristi greinir frá.

Á sama tíma var hlutfall erlendra flugfélaga, annarra en easyJet, 19%, en það félag var með 11,5% allra ferða um flugvöllinn í mánuðinum. Var það eilítill samdráttur milli ára hjá öðrum erlendum félögum, en þau voru með 19,3% ferða í mars fyrir ári síðan.

Hefur hlutfall easyJet hins vegar hækkað jafnt og þétt síðan árið 2013 miðað við graf Túrista, en það gerði einnig hlutfall Wow air, þangað til í fyrra, en þá náði hlutfall félagsins 29,2% allra brottfara frá Keflavíkurflugvelli.

Áætlunarferðir í marsmánuði fækkaði svo um um 10% í ár miðað við fyrra ár, en þrátt fyrir það fækkaði ferðafólkinu sjálfu einungis um 2%. Telur Túristi að skýringanna megi leita í viðbótarferðum bresku ferðaskrifstofanna Thomson og Jet2 Holidays til landsins, en einnig að fjöldi skiptifarþega hafi dregist saman. Það er að fleiri ferðamenn hafi komið gagngert til landsins sem ferðamenn.