*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 9. október 2019 09:47

Wow reynir aftur flugtak í desember

Jómfrúarferð Wow frestað fram í desember vegna sviptinga í alþjóðlega flugrekstrargeiranum.

Ritstjórn
Michele Ballarin er eigandi og stjórnarformaður Wow Air.
vb.is

Samkvæmt fréttavefnum FlightGlobal verður ekki af jómfrúarferð hins nýja Wow núna í októbermánuði, eins og fyrirhugað var, heldur hafi henni verið frestað fram í desember. Í svari við fyrirspurn vefmiðilsins til flugfélagsins segir að ástæðan á bak við þessa ákvörðun séu miklu sviptingar sem nú skekja rekstur flugfélaga og endurspeglast í gjaldþroti lággjaldaflugfélaga á borð við Thomas Cook, XL Airways og Adria Airways. 

Þá segir að stefnt sé að því að hefja sölu farmiða í nóvember næstkomandi.  

„Miklar breytingar hafa átt sér stað frá því að endurreisn Wow var tilkynnt í ágúst,“ segir ennfremur í svari Wow. „samþjöppun hafi átt sér stað í rekstri flugfélaga sem hafi aukið framboð flugvéla til leigu. Wow air hyggst nýta þetta tækifæri og endurskipuleggja flugflota félagsins í upphafi rekstursins með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi.“ 

Hér má lesa frekari fréttir um hugmyndir um ný félög á grunni hins gjaldþrota Wow air:

Stikkorð: Wow Ballarin