WOW air hefur staðfest orðróm sem spurðist út í síðasta mánuði um að félagið myndi hefja áætlunarflug til Monreal og Toronto í Kanada. Turisti greinir frá

WOW mun fara fjórar ferðir í viku, allt árið um kring til beggja borga en áætlunaflugið mun hefjast næsta vor.

Sendiherra Kanada á Íslandi, Stewart Wheeler fagnar þessari samgöngubót sem og auknum samgöngum almennt á milli Kanada og Íslands og segir að þetta opni á fjölda möguleika í samstarfi milli landanna.

Flogið verður í Airbus A321 vélum en í tilkynningu frá WOW segir að þær verði "200 sæta en ekki 220 sæta eins og vélar af þessari gerð bjóða upp á. Er það til þess að gefa farþegum meira sætapláss en gengur og gerist hjá öðrum lággjaldaflugfélögum."