Wow air greiddi rúmar þúsund krónur með hverjum farþega frá stofnun flugfélagsins fram til septemberloka 2018 að því er fram kom í máli Elvars Inga Möller á kynningu á hagspá Arion banka og greiningu á flugmarkaðnum í vikunni. „Uppruni vanda Wow air liggur ekki í þungri skuldastöðu heldur að reksturinn hefur ekki verið sjálfbær heilt yfir á þeim árum sem félagið hefur verið starfandi og það hefur verið að selja flug of ódýrt,“ sagði Elvar.

Flugmiðaverð hafi farið stöðugt lækkandi undanfarin ár. Flugfargjöld til útlanda samkvæmt mælingum Hagstofunnar hafi lækkað um 40% frá áramótum 2014 til ársloka 2018. Hægt hafi verið að réttlæta verðlækkunina út frá rekstrarlegum forsendum árin 2016 og 2017 þegar olíuverð hafi verið sögulega lágt. Fyrir um átján mánuðum tók olíuverð að stíga og í kjölfarið hafi rekstrarumhverfið byrjað að súrna. Engu síður hefur flugmiðaverð haldið áfram að lækka á síðustu misserum.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .