Wow air óskaði eftir því í vikunni að ríkið myndi ábyrgjast ákveðnar skuldir flugfélagsins því er heimildir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins herma. Ríkisstjórnin ku hafa takmarkaðan áhuga á að gangast í ríkisábyrgð fyrir flugfélagið með þeim hætti sem óskað var eftir.

Þá segir Fréttablaðið óformlegar þreifingar vera í gangi milli forsvarsmanna Icelandair Group og Wow air. Stjórn Icelandair ákvað á fundi sínum í febrúar að hefja ekki viðræður við Wow air á ný um kaup á félaginu að svo stöddu.

Wow air fór fram á að skuldabréfaeigendur Wow air yrði búin að svara félaginu fyrir mánudaginn næstkomandi, 25. mars, um hvort þeir fallist á skilmálabreytingar sem fela meðal annars í sér 50% afskriftir af lánum sínum frá því í september og að fallið verði frá 150 milljón króna afborgun af skuldabréfinu sem greiða á á sunnudaginn.

Forsvarsmenn Wow air og Inidgo Partners sögðu í lok febrúar að viðræður þeirra tækju lengri tíma en ráðgert hafi verið og að stefnt væri að ljúka viðræðum ekki seinna en 29. mars.