Asía með Kína í fararbroddi dregur vagninn í efnahagsendurreisninni, en heimsviðskiptin munu samt dragast saman um 10% á þessu ári að mati Alþjóða viðskiptastofnunarinnar WTO. Þó Kína sé sterkt var Þýskaland samt öflugasta vöruútflutningsríki heims á síðasta ári.

Frétta WTO með spá fyrir árið 2009 sem greint var frá í dag staðfesta orð sem forstjórans Pascal Lamy við Reuters í júní að samdrátturinn yrði meiri en þau 9% sem WTO hafði áður spáð. Stofnunin tekur þó fram að svo virðist sem farið sé að hægja á samdrættinum.   Lamy sagði fréttamönnum á viðskiptaráðastefnu Asia Pacific Economic Cooperation (APEC) í Singapúr að ekkert pláss væri þó fyrir andvaraleysi. Fulltrúar á ráðstefnunni voru varfærnir í bjartsýnistali sínu, en vonuðust þó til að Kína leiði hægfara bata á heimsvísu. Eigi að síður geti hægt á útflutningi frá Kína á síðari helmingi ársins.   Þýskaland endurheimti stöðu sína sem mesta vöruútflutningsríki heims á síðasta ári. Nam útflutningur frá Þýskalandi þá sem svarar 1,47 trilljónum dollara (1,47 milljarð milljarðar = 18 núll) sem er heldur meira en hjá Kínverjum sem fluttu út fyrir 1,43 billjónir dollara.   Lamy sagði að of snemmt væri að segja til um hvort aðgerðir til að efla fjármálaviðskipti séu að skila sér eftir frostið sem ríkt hefur á lánamörkuðum. Vöruviðskipti jukust þrátt fyrri samdráttinn á heimsvísu um 2% að magni til árið 2008 á móti 6% aukningu á árinu 2007. Er aukningin í vöruviðskiptunum sögð meiri en í vöruframleiðslunni á síðasta ári, en búast megi við að úr viðskiptunum dragi nokkuð síðar á árinu.