*

laugardagur, 20. júlí 2019
Erlent 27. september 2016 10:27

WTO lækkar spá sína um milliríkjaviðskipti

Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) lækkar spá sína um milliríkjaviðskipti niður í 1,7%.

Ritstjórn
Roberto Azevedo - WTO
epa

Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) lækkar spá sína um milliríkjaviðskipti um meira en þriðjung. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þeir reikna með því að milliríkjaviðskipti aukist einungis um 1,7%, sem er minnsta hækkun á viðskiptum síðan í kjölfar fjármálakreppunnar 2009. Í ágúst var spáin 2,8%.

Yfirmaður WTO, Roberto Azevedo telur þetta alvarlegt vandamál og að þessar tölur ættu að vekja fólk til umhugsunar. Hann telur það sérstaklega neikvætt hve margir eru mótfallnir hnattvæðingu og frjálsum viðskiptum.

Tengist þessi lækkun á spá WTO sér í lagi því að lönd á borð við Kína og Brasilíu flytja nú minna út af vörum til Bandaríkjanna.