Würth á Íslandi hagnaðist um 18,3 milljónir króna á síðasta ári og nær sexfaldaði hagnaðinn á milli ára, en hann nam 3,4 milljónum króna árið 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Tekjur af aðalstarfsemi félagsins námu 705 milljónum króna en kostnaðarverð seldra vara nam 273 milljónum króna. Þá námu laun og launatengd gjöld 269 milljónum króna á árinu og annar rekstrarkostnaður 143 milljónum króna.

Eignir fyrirtækisins í árslok námu 312 milljónum króna en skuldir voru 211 milljónir króna. Nam eigið fé fyrirtækisins því 101 milljón króna í lok ársins.

Haraldur Leifsson er framkvæmdastjóri Würth á Íslandi. Würth International AG er eini eigandi fyrirtækisins.