Hagnaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft dróst saman um 11% og var á fyrsta ársfjórðung 4,4 milljarðar Bandaríkjadala eða um 323,8 milljarðar íslenskra króna.

Hagnaður félagsins á sama tíma í fyrra var 4,93 milljarðar dala eða um 362,9 milljarðar.

Sala á Office pakkanum hefur minnkað og segir í tilkynningu frá félaginu að það sé meginástæða þess að hagnaður félagsins lækki. Hins vegar hefur sala á Xbox 360 leikjatölvunni aukist verulega eða um 68% á árinu.