Samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum á XL Leisure Group, fyrrum dótturfélag Eimskips, í viðræðum við lánadrottna sína um áframhaldandi rekstur í kjölfar þess að breski bankinn Barclays hætti fjármögnun á eldsneytisvörnum félagsins.

Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Eimskip seldi félagið í október 2006 til stjórnenda félagsins og hóps fjárfesta fyrir um 450 m.USD.

Við söluna gekk Eimskip í ábyrgð fyrir láni að upphæð 280 m.USD sem er enn í gildi.

Gengi hlutabréfa Eimskip lækkaði um 0,5% í viðskiptum dagsins. Eimskip hefur lækkað um tæp 39% það sem af er ári samanborið við tæplega 34% lækkunar Úrvalsvísitölunnar á sama tíma, samkvæmt Vegvsísi.