Þrátt fyrir að ferðalangar á vegum XL Leisure hafi ekki sérstaklega búist við gjaldþroti ferðaskrifstofunnar, reyndust margir getspakir meðal veðmangara þar í borg um örlög fyrirtækisins. Guardian segir frá þessu í dag.

Veðmálafyrirtækið Paddy Power hafði tekið við svo mörgum veðmálum þess efnis að XL yrði brátt gjaldþrota að loka þurfti á slík veðmál. Paddy Power hafði tekið við veðmálum um hvaða flugfélag yrði næst gjaldþrota, en XL var ekki einu sinni á upprunalega listanum. Því var bætt við á listann að ósk viðskiptavina, þá á líkunum 10/1.

Eftir að veðmálin hlóðust inn voru líkurnar komnar niður í 4/6 – þrátt fyrir það héldu viðskiptavinir að hlaða veðmálum á gjaldþrot XL.

Stærsta einstaka veðmálið var, að sögn Guardian, 500 pund á líkunum 4/1.

Guardian greinir frá því að enginn hafi sérstaklega átt von á gjaldþroti XL í náinni framtíð, allt þar til Eimskip sendu Kauphöllinni OMX tilkynningu um að 207 milljóna evra ábyrgð vegna skuldar XL Leisure Group gæti mögulega fallið á íslenska skipafélagið.