Langstærstu lánardrottnar íslenskra banka og fjárfestingarfélaga á uppgangsárunum fyrir bankahrun voru þýskar lánastofnanir. Um þriðjungur alls þess fjár sem streymdi til Íslands á þeim tíma kom þaðan. Þremur mánuðum fyrir bankahrun nam skuld íslenskra fjármálafyrirtækja við þær 21,3 milljörðum dala, eða 2.367 milljörðum króna.

Tveimur árum síðar höfðu heildarkröfur þýskra lánastofnana á Ísland lækkað um rúm 70% og stóðu í 678 milljörðum króna um mitt þetta ár.

Frá síðustu áramótum nam heildarniðurfærsla erlendra lánastofnana gagnvart Íslandi 333 milljörðum króna. Þar af hafa 278 milljarðar króna verið færðir á afskriftarreikning þýskra fyrirtækja, eða 83% heildarniðurfærslunnar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .