Netfyrirtækið Yahoo birti í gær uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung 2014. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækisins nam 1,148 milljörðum bandaríkjadollara á þriðja ársfjórðungi en það er um prósentuaukning frá því á sama tíma í fyrra.

Að sögn Marissu Mayer forstjóra Yahoo var ársfjórðungurinn góður, þá sér í lagi vegna vaxtar fyrirtækisins á farsímasviði. Á sama tíma drógust auglýsingatekjur fyrirtækisins saman um 5% en helsti samkeppnisaðili Yahoo á því sviði er netrisinn Google.

Stærstu fréttirnar á ársfjórðunginum fyrir Yahoo voru án efa sala á hlut þeirra í kínverska netfyrirtækinu Alibaba sem skráð var á markað fyrir stuttu. Tekjur fyrirtækisins á ársfjórðungnum námu 6,8 milljörðum bandaríkjadollara en tekjur af sölu á hlut fyrirtækisins í Alibaba námu 6,3 milljörðum bandaríkjadollara.