Það hefur nú verið staðfest að stjórn Yahoo, eiganda næststærstu leitarvélar veraldarvefsins, hafa neitað yfirtökutilboði tölvurisans Microsoft.

Eftir að hafa skoðað tilboðið í 10 daga, komst stjórnin að þeirri niður stöðu að tilboð sem hljóðaði upp á 31 dollara á hlut undirmæti verðmæti fyrirtækisins allverulega. Ekki kom fram í tilkynningu frá stjórn hvaða verð væri æskilegt eða sanngjarnt.

Sérfræðingar hafa sagt að tilboð sem næmi að minnsta kosti 40 dollurum á hlut myndi vera stjórn Yahoo betur að skapi. Þó er óvíst hvort Microsoft væri reiðubúið að punga út slíkri fjárhæð, en þá væri um að ræða 12 milljarða dollara í viðbót við þá 44.6 sem upphaflega voru boðnir.