Bandaríska fyrirtækið Yahoo tilkynnti í dag um kaup á sprotafyrirtækinu IntoNow, sem gerir notendum þess kleift að dreifa og mæla með sjónvarpsefni fyrir aðra notendur. Með þessu vill Yahoo ráðast inn á stækkandi markað samfélagssíða, að því er fram kemur í frétt Reuters.

Forsprakki IntoNow er Adam Cahan, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Google og Viacom. IntoNow smíðar forrit fyrir snjallsíma sem greinir hljóðbylgjur frá sjónvarpinu og þekkir þannig hvaða þáttur eða kvikmynd er horft á. Með forritinu er síðan hægt að láta vini vita hvað er horft á með hjálp Facebook eða Twitter.

Yahoo á í samkeppni við fyrirtæki sem vinna að svipaðri tækni. Í frétt Reuters kemur fram að fyrirtækið GetGlue, sem er fjármagnað af Time Warner, vinnur að svipaðri tækni. Time Warner hefur sett um 12 milljónir dala í verkefnið.