Yahoo og Facebook hafa sæst á niðurstöðu í einkaleyfadeilu sem staðið hefur á milli fyrirtækjanna. Yahoo lögsótti Facebook í mars síðastliðnum og vildi meina að samfélagsmiðillinn hefði í tíu tilvikum brotið á einkarétti Yahoo.

Facebook keyptu í kjölfar 750 einkaleyfi frá IBM og lögsótti Yahoo til baka. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Fyrirtækin hafa nú tilkynnt að þau muni semja sín á milli um ákveðin leyfi og vinna saman að framtíðarverkefnum.