Bandaríska stórfyrirtækið Yahoo hefur samþykkt sölu á stórum hluta eignar sinnar í kínverska netfyrirtækinu Alibaba.

Alibaba er stærst slíkra fyrirtækja í Kína. Alibaba kemur til með að kaupa 40% af hlut Yahoo í fyrirtækinu og greiða fyrir það 7,1 milljarða bandaríkjadala.

Eftir söluna mun Yahoo enn eiga 20% hlut í fyrirtækinu.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir jafnframt ljóst að upphæðin skipti miklu máli fyrir Yahoo á þessum tímapunkti. Segja má að Yahoo hafi á síðustu mánuðum orðið undir í samkeppni við önnur stór netfyrirtæki, s.s. Facebook og Google. Þá þýði þetta einnig að Alibaba hafi nú tök á að skrá fyrirtækið á markað.