Kínverski körfuboltamaðurinn Yao Ming hefur ákveðið að ganga til liðs við náttúruverndarsamtökin WildAid í verkefni sem miðar að því að draga úr veiðum á fílum og eftirspurn eftir fílabeinum. Yao var eitt sinn á lista Forbes yfir frægustu Kínverjana, en hann lék körfubolta með NBA-liðinu Houston Rockets áður en þrálát meiðsl fóru að gera honum lífið leitt.

Yao kom fram á blaðamannafundi með Peter Knights, stofnanda WildAaid, í Shanghai nýlega. „Við þurfum að draga úr eftirspurn eftir fílabeinum og fílum, ef við ætlum að verja þær,“ sagði Yao á fundinum. „Þegar Kínverjar átta sig á því hvað er í gangi í viðskiptunum þá munu þeir ekki vilja kaupa þessar vörur,“ sagði Yao, samkvæmt f rásögn Forbes .

25 þúsund fílar eru drepnir á ári vegna mikillar eftirspurnar eftir fílabeinum.