Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í gær um að stýrivöxtum stofnunarinnar yrði haldið óbreyttum. Eins og stendur eru stýrivextirnir 0,25%-0,5%, en þeim hækkaðir í núverandi gildi sitt úr 0%-0,25% í desember.

Að sögn ákvörðunarnefndar seðlabankans er fylgst náið með ástandi heimsmarkaðarins með tilliti til verðbólgu og atvinnumarkaðar.

Orðræða seðlabankans við stýrivaxtahækkunina í desember var sú að hagvöxtur væri nægilega góður til að réttlæta hækkunina, meðan orðræðan á fundinum nú snerist fremur um að atvinnumarkaðurinn væri í góðu standi.