Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að þær reglugerðir sem settar voru innleiddar í Bandaríkjunum í kjölfar fjármálakrísunnar árið 2008 hafi gert fjármála kerfi landsins mun öruggara. Þetta sagði hún í ræðu í Jackson Hole, í Wyoming fylki í Bandaríkjunum þar sem helstu seðlabankastjórar og hagfræðingar heimsins hafa fundað undanfarna daga. BBC greinir frá.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur látið hafa eftir sér að reglugerðirnar héldu aftur af hagkerfi landsins og lánveitingum. Hefur hann kallað þær stórslys. Ríkisstjórn forsetans vinnur nú að því ásamt þingmönnum Repúblikana að vinda ofan reglugerðunum. Þær kveða meðal annars á um viðskiptavinavernd auk kröfu um að fjármálastofnanir hafi nægt lausafé á höndum.

Í ræðu sinni sagði Yellen að seðlabankinn væri opin fyrir breytingum en að þær skildu vera hóflegar. Hafnaði hún fullyrðingum forsetans um að reglurnar hafi haldið aftur af hagvexti í landinu og væru íþyngjandi.

Hún nefndi þó að gera mætti breytingar á hluta fjármálakerfisins. Greindi hún frá því að það væri til skoðunar að gera reglurnar minna íþyngjandi fyrir smærri fjármálastofnanir.