Janet Yellen, seðlabankastýra bandaríska seðlabankans, telur að Bandaríkin geti aukið framleiðni og hagvöxt með því að hvetja konur til frekari atvinnuþátttöku.

Yellen gaf nýlega út 18 blaðsíðna rit sem fjallar um hlutverk kvenna í hagkerfinu út frá sögulegu sjónarmiði.

Í ritinu kemur til að mynda fram að launamunur kynjanna hafi minnkað verulega, þrátt fyrir það telur hún muninn enn of mikinn.

Yellen bendir einnig á að hagkerfið þurfi að aðlaga sig betur að þörfum kvenna og þá geti allir notið ávöxtunarinnar.

Sem dæmi nefnir hún að aukinn sveigjanleiki í starfi, betri leikskólaþjónusta og launuð fæðingarorlof geti a