Bankastjóri bandaríska seðlabankans, Janet Yellen, segist búast við því að bankinn hækki stýrivexti sína á þessu ári. Í frétt Bloomberg er haft eftir henni að þó geti óvæntir efnahagslegir atburðir breytt þeirri áætlun.

Í ræðu, sem Yellen hélt í Amherst í Massachusetts í gær, sagði hún að flestir meðlimir peningastefnunefndar bankans gerðu ráð fyrir vaxtahækkun síðar á árinu og að í framhaldinu yrði smám saman hert á peningastefnunni.

Margir höfðu spáð því að vextir yrðu hækkaðir á fundi nefndarinnar í síðustu viku, en af því varð ekki.