Japanska yenið styrktist á mörkuðum í nótt, meðan bæði Ástralski og Nýsjálenski dalurinn veiktust í kjölfar væntinga um lækkun stýrivaxta í löndunum.

Samsvarar nú Bandaríkjadalur 106,02 japönskum yenum, og evran 117,10 japönsk yenum.

Abe hitti Bernanke

Horfa markaðir í Japan til stýrivaxtarákvörðunar japanska seðlabankans sem verður 28-29 júlí næstkomandi, og eru væntingar um að þá komi til sameiginlegra viðbragða seðlabankans og ríkisstjórnarinnar til að blása lífi í hagkerfið. Efldust þær væntingar eftir að Shinzo Abe forsætisráðherra landsins hitti fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, Ben Bernanke.

Ástralski dalurinn er kominn niður í 1,334 á móti þeim bandaríska og sá nýsjálenski er í 1,43 Bandaríkjadölum.

Viðskipti hófust aftur í nótt á mörkuðum í Japan eftir að hafa verið lokuð á mánudag vegna frídags. Helstu vísitölur markaða í asíu breyttust lítið nema í Japan, og var þróunin nokkuð breytileg milli markaða.

Yfirlit helstu vísitalnabreytinga í nótt:

  • Nikkei vísitalan í Tokyo hækkaði um 1,37% á mörkuðum
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði um 0,21%
  • Jafnframt lækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 0,70%
  • Taiwan Weighted vísitalan hækkaði hins vegar um 0,30%.
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína lækkaði um 0,19%
  • IDX Composite vísitalan í Indonesíu hækkaði hins vegar um 0,92%.
  • Ástralska S&P/ASX 200 vísitalan lækkaði um 0,13%
  • Dow Jones Nýja Sjáland hækkaði hins vegar um 0,75%