*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 5. júlí 2021 09:30

Yfir 10 þúsund far­þegar á einum degi

Síðast­liðinn laugar­dag fóru 10.580 manns um Kefla­víkur­flug­völl, ekki fleiri far­þegar á einum degi frá því að far­aldurinn hófst.

Ritstjórn
Minnst 20 flugfélög verða með ferðir til og frá Leifsstöð í sumar.
Aðsend mynd

Laugar­daginn 3. júlí síðast­liðinn fóru 10.580 manns um Kefla­víkur­flug­völl. Svo margir far­þegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum 15 mánuðum. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þann 14. mars 2020, settu banda­rísk yfir­völd á ferða­bann til Banda­ríkjanna vegna Co­vid-19 og fækkaði far­þegum um Kefla­víkur­flug­völl mikið næstu vikuna á eftir. Frá og með 23. mars var mjög lítil um­ferð um völlinn og tengi­stöðina milli Evrópu og Norður-Ameríku lokaðist. Bannið er enn í gildi og ó­víst hve­nær það verður af­numið. Sú breyting hefur þó orðið á að full­bólu­settir Banda­ríkja­menn eða þeir sem hafa fengið Co­vid-19-smit geta komið til Ís­lands án tak­markana á landa­mærum.

Að við­bættri þeirri fjölgun ferða­manna sem orðið hefur á síðustu vikum er ljóst að minnst 20 flug­fé­lag verður með ferðir til og frá Kefla­víkur­flug­velli í sumar. Nú síðast bættust flug­fé­lagið Play í hópinn. Þá hefur Icelandair fjölgað brott­förum í hverri viku og banda­ríska flug­fé­lagið United Air­lines hóf flug til Chi­cago í síðustu viku.

Hægari afgreiðsla sökum sóttvarnarráðstafanna

„Það eru bjartari tímar fram­undan í rekstri flug­valla og flug­fé­laga eftir erfiða tíma vegna heims­far­aldursins," segir Guð­mundur Daði Rúnars­son, fram­kvæmda­stjóri við­skipta og þróunar hjá Isavia. „Það er ljóst að tengi­stöðin hjá Icelandair er að fara í gang að nýju. Þá sýna vel heppnað hluta­fjár­út­boð Play og nýr kjöl­festu­fjár­festir hjá Icelandair að markaðurinn hefur mikla trú á flugi til Ís­lands og landinu sem á­fanga­stað nú þegar bólu­setningar lina tök heims­far­aldursins."

Guð­mundur Daði segir að þó sé mikil­vægt að hafa í huga að næstu dagar geti orðið mjög anna­samir og af­greiðsla hæg í flug­stöðinni á meðan gildandi sótt­varnar­ráð­stöfunum heil­brigðis­yfir­valda er fylgt gagn­vart komu­far­þegum í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­sonar.

„Þessu til við­bótar má nefna að það skiptir miklu máli fyrir þróunina á komandi vetri hvernig tekst til í flug­rekstri og þjónustu við ferða­menn á Ís­landi í júlí og ágúst," segir Guð­mundur Daði. „Við hjá Isavia vinnum mikið með flug­fé­lögum við að tryggja aukið fram­boð af flugi yfir vetrar­tímann. Á­huginn á Ís­landi er mikill og með hverju nýju fé­lagi og hverjum nýjum á­fanga­stað þá fjölgar þeim sem vilja sækja okkur heim og tæki­færum fyrir ís­lensk við­skipta­líf til að sækja á nýja markaði fjölgar enn."